Ný myndavél í prufukeyrslu

Mamma og pabbi keyptu nýja myndavél handa okkur í fríhöfninni í gær Grin það er gríðarleg spenna og hamingja núna á mínu heimili, eða ég er allavega mjög glöð. Þau ætla að prufukeyra myndavélina í fríinu. Hlakka til að fá þau heim og skoða myndirnar og auðvitað vélina. Þau eru á Costa del Sol, ég hef farið þangað einu sinni og það var bara gaman. Þau ætla að fara í dagsferð til Afríku eins og ég gerði. Það er ótrúlegt menningarsjokkið sem maður verður fyrir. Þarna er ótrúlega stutt á milli ríkra og fátækra. Þeir fátæku búa kannski í tjöldum við ströndina og þeir ríku í svaka villum hinum megin við götuna, ég er ekki að ýkja. En það er mjög fróðlegt að upplifa þetta og sjá fjöldann allan af fólki ganga framhjá landamærunum til að fara með vörur heim sem eru ódýrari á spænsku yfirráðasvæði en afrísku.

Ég fékk símtal í vinnuna í gær frá leikskólanum hennar Hafdísar. Mér var sagt að þar væri neyðarástand og ég spurð hvort ég gæti mögulega sótt Hafdísi eins fljótt og hægt væri. Það er svo mikil manneklan þarna að þau hafa þurft að vera að senda börn heim og loka deildum á hádegi því ekkert starfsfólk fæst í vinnu. Þegar ég mætti með Hafdísi á leikskólann í morgun var deildarstjórinn hennar ein á deildinni og það voru tvær á deildinni á móti. Við erum að tala um þrjá starfsmenn með yfir 20 börn eins og tveggja ára. Trúið mér það er sko ekkert grín. Mér leið ekki vel að skilja Hafdísi eftir á leikskólanum en ég hafði engin önnur úrræði. Þessi dagur reddaðist þó á hennar deild. En það er ekki notalegur hnúturinn sem maður hefur í maganum yfir því að barnið manns sé á leikskólanum og það er tæplega nóg af starfsfólki.Frown

Nóg af blaðri í bili......


Gat verið...

Loksins þegar við ætlum að láta verða af því að endurnýja myndavélina okkar þá er sú sem okkur langar í uppseld allstaðar. Bara einn möguleiki ókannaður og það er í fríhöfninni. Þar sem mamma og pabbi eru á leiðinni út á miðvikudaginn ætlum við að biðja þau að athuga málið fyrir okkur og kaupa ef gripurinn er til. Bara krossa puttana og vona það besta. Myndavélin sem okkur langar í kostar 34.000 í Elko en 44.000 í Max. Smá munur. Kannski þýðir nafn verslunarinnar að þeir séu alltaf með hæsta verðið, Max Tounge

Litla snúllan mín er búin að skipta um deild á leikskólanum sínum. Þetta var ákveðið með mjög litlum fyrirvara og því ekki mikill undirbúningstími, hvorki fyrir hana né okkur foreldrana. Þetta er þriðja vikan hennar á nýju deildinni og hún vill ennþá bara koma á leikskólann og hitta Huldu sína, sem er deildarstjórinn á gömlu deildinni hennar. Reyndar er annar strákur, besti vinur Hafdísar, sem vill líka bara koma á gömlu deildina þegar hann kemur á leikskólann. Það var því ákveðið að gefa þeim aðeins lengri aðlögunartíma og þau fá að koma fyrst inná gömlu deildina og fara svo eftir smá stund á nýju og þá er allt í lagi. Það er búið að skipta um nöfn á deildunum á leikskólanum og nýja deildin hennar Hafdísar heitir Friðarkot og sú gamla Vinakot, mjög krúttleg nöfn.

Ekki nóg með það að Hafdís sé að skipta um deild heldur er ég að fara yfir á aðra deild í vinnunni. Ég er búin að vera með tvo elstu árgangana síðasta árið en er að fara yfir á yngri deild þar sem yngstu börnin eru á svipuðum aldri og Hafdís, að verða tveggja ára seint á árinu. Það verður frekar skrýtið að trappa sig svona niður en ágætt að fá að prófa að vera með litlu krílin, hef mest unnið með elstu börnunum frá því ég byrjaði að vinna á leikskóla fyrir rúmum sjö árum síðan.

Ég fór á 10 ára grunnskólaútskriftarafmæli um helgina. Það var ansi léleg mæting en samt alveg glettilega gaman. Ótrúlegt hvað fólk breytist bara ekki neitt þó tíminn líði, allir alveg eins og þeir voru í 10. bekk.

Þetta blaður nægir í bili...


26.....

Jæja þá er maður orðinn árinu eldri. Ji hvað tíminn líður ótrúlega hratt, hraðar og hraðar með hverju árinu.

Ég fór á gaukinn í síðustu viku að sjá áms og Toby Rand hita upp fyrir þjóðhátíð. Stemmingin í húsinu var svo góð að manni var bara farið að langa  til eyja, svei mér þá. Kannski maður skelli sér bara á næsta ári ef maður er í stuði. Nú er bara að hlusta á brekkusönginn í beinni á rás 2 í kvöld, fá smá stemmningu í húsið.

Erum annars bara búin að taka það rólega um helgina, það komu þónokkrir gestir í gær og svo fórum við til Millýjar og co og grilluðum kvöldmat og höfðum það gott.

Ætla að fara að hlusta aðeins á Eirík Fjalar og fleiri vitleysinga í útvarpinu.

Bið að heilsa í bili...


Verslunarmannahelgin góða...

Þið sem ætlið út úr bænum um helgina, fyrir alla muni farið varlega. Það er náttúrulega ekkert vit í því að vera að fara til Eyja, allavega á föstudaginn, eins og veðurspáin er, bara óveður. Þið hin sem ætlið að njóta þess að vera heima um helgina megið kíkja í heimsókn til mín á laugardaginn í smá afmæliskaffi. Aðgangur ókeypis Tounge

Annars er það að frétta af mér að ég er byrjuð að vinna aftur eftir sumarfrí. Það eru ennþá mörg börn í fríi svo það er voða rólegt í vinnunni, fínt að byrja aftur svona rólega.

Svo er bara að skella sér á Gaukinn góða í kvöld að sjá Á móti sól og Toby kallinn. Það er góð skemmtun, hehe....

Hafið það gott um helgina og skemmtið ykkur vel en varlega Cool


Ég var víst klukkuð...

Hér eru 8 staðreyndir um mig:

1. Ég hef tekið í hendina á Elton JohnTounge

2. Ég hef aldrei farið á þjóðhátíð í Eyjum.........er ég að missa af einhverju???Woundering

3. Ég er frekar föst á því að fara eftir reglum...........stundum kannski einum of...

4. Ég hef verið með sama manninum í næstum því 10 árInLove

5. Mér finnst mjög gaman að fara í búðaráp og fjárfesta, ekki eyðaWink

6. Ég spila á gítar og get því ekki safnað nöglum, nema gítarnöglum

7. Ég hef leikið í sjónvarpsauglýsingu...................muulinex á heima í Húsasmiðjunni........man einhver eftir því?Cool

8. Ég á eina yndislega litla, fallega prinsessu

Ég klukka Írisi...klukk klukk


Er þessi alla alkohúlistar?

Stella í orlofi situr dálítið í hausnum á mér þessa dagana. Við erum náttúrulega að tala um bestu íslensku myndina til þessa, að mínu mati alla vega. Ég man eftir því þegar ég, mamma, Millý og Helga Dóra frænka vorum á leiðinni á Blindfyllismótið í Alkalæk hérna um árið (fyrir ykkur sem ekki skilduð þetta þá er þetta bindindismótið í Galtalæk). Ég var búin að horfa svo oft á myndina að ég þuldi ábyggilega helminginn af henni upp í bílnum og það sem við hlógum. Ég get enn þann dag í dag farið með heilu romsurnar úr myndinni. Bara ef námsefnið hefði setið svona fast í hausnum á manni í denn hehe. Svo var gerð heiðarleg tilraun á framhaldi af Stellu kellingunni en sú mynd var ekki alveg að gera sig, átti sæmilega spretti á köflum en meira var það ekki.

Talandi um gamalt og gott íslenskt, hvernig væri að sýna einhverjar af þessum gömlu myndum aftur, Dalalíf, Nýtt líf, Löggulíf og allar þessar myndir? Ég væri sko meira en til í að sitja yfir þessum myndum á laugardagskvöldi með bjór í annarri og snakk í hinni. Rúv er nú ekki alveg að standa sig í helgardagskránni finnst mér.

Ég hef ekkert merkilegra fram að færa þennan daginn, sólin skín eins og allir vita og sumarfríið gæti ekki verið betra, algör afslöppun og leti, ekkert stress Joyful

Njótið veðurblíðunnar....


Græn...

...af öfund núna. Millý er að fara með familíuna til Kóngsins Köben í fyrramálið. Ég fæ víst ekki að fara lengra en að innritunarborðinu í Leifsstöð. En Danaveldi bíður betri tíma fyrir mig og mína. Millý, ég bið að heilsa Ásgerði ef þú hittir hana í rússíbanastjórninni, hún tekur sig ábyggilega vel út sem rússíbanastjóri. 

Reyndar er alls ekkert leiðinlegt að vera hér heima á Fróni í þessu blíðskaparveðri sem verið hefur undanfarna daga. Það styttist reyndar í Akureyrarferðina miklu þetta árið, 10 dagar til stefnu. Það er svona næstum því eins og að fara til útlanda, tekur meira að segja aðeins lengri tíma að keyra norður en að fljúga til Köben.

Vissuð þið að núna er hægt að kaupa sér hjólhýsi með hita í gólfinu? AF HVERJU EKKI BARA AÐ VERA HEIMA HJÁ SÉR Í STAÐINN FYRIR AÐ VERA AÐ BRÖLTA MEÐ ÞESSA BJÁNALEGU KOFA Á HJÓLUM SEM TAKA BARA ÓÞARFA PLÁSS Á VEGUM LANDSINS!!!!!DevilHvað varð um tjaldstemmninguna sem fylgdi því að fara í útilegu hérna í den? Appelsínugulu A-tjöldin með græna gúmmíbotninum, litla fortjaldinu, þungu stálsúlunum, prímusnum og einnota kolagrillinu? Það kallar maður að fara í útilegu og hana nú Tounge Nei ég segi nú bara svona, hehe.

Læt þessari bloggfærslu þá lokið

Gellan


Hvurslags er þetta eiginlega

Þorir enginn að skrifa í gestabókina mína? Nú er keppni hver er fyrstur, stórkostleg verðlaun í boði fyrir þann sem vinnur.

Nenni eiginlega ekki alveg að skrifa meira núna, er dofin eftir hitann í dag, ekki amalegt að vera í sumarfríi á svona dögum...


Þá er það ákveðið

Við hjónaleysin tókum þá ákvörðun að skella okkur á Fiskidaginn mikla aftur í ár. Þetta verður smá sprettur því ég sé ekki framá að geta fengið svo mikið sem klukkutíma í frí frá vinnu í kringum þessa helgi svo þá má búast við því að litla stubban verði dálítið þreytt eftir mikið ferðalag á stuttum tíma. En ég er þó búin að vinna kl. 13 á föstudeginum. Það var bara svo gaman að koma þarna í fyrra að við ákváðum að láta bara verða af því að skella okkur aftur núna. Mamma og pabbi verða þarna ásamt aragrúa af ættingjum mínum. Ég legg til að restin af ættinni skelli sér líka norður svo við getum haldið smá ættarmót. Það hefur ekki gerst í mörg ár.

Það er ekki hægt að segja annað en að maður sé heppinn að búa á Íslandi þessa dagana. Heyrði frá vini í Danmörkunni í gær og þar var barasta haglél takk fyrir pent. Ég held að það sé best að vera bara hérna á klakanum á sumrin og nota veturna til að skella sér til sólarlanda. Meikar mun meira sens, drattast úr kuldanum hérna heima og njóta hitans í útlöndum (það er að segja þar sem er heitt á veturna). Kannski maður geri þetta bara einhvern tíma, þegar maður hefur efni á Errm

Nóg í bili.....Sleeping


Ég er ekki frá því..

...að maður sé barasta að taka smá lit í þessu yndislega sólskini. Nú er bara að sjá hvort sólin haldi áfram að skína nú þegar ég er komin í sumarfrí. Það væri náttúrulega alveg dæmigert ef það færi nú að rigna og sólin varla láta sjá sig fyrr en sumarfríið er búið. Ég var búin að hlakka mikið til að vera heima allt síðasta sumar með Hafdísi að dúlla mér í góðu veðri og svona en nei nei það bara sást varla til sólar. Það komu örfáir dagar þar sem maður gat klætt dúlluna í sæt sumarföt. Þetta lítur mun betur út núna.

Jæja, ætlaði bara rétt að drita nokkur orð, svona til að halda mér við efnið.......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband