Verslunarmannahelgin góða...

Þið sem ætlið út úr bænum um helgina, fyrir alla muni farið varlega. Það er náttúrulega ekkert vit í því að vera að fara til Eyja, allavega á föstudaginn, eins og veðurspáin er, bara óveður. Þið hin sem ætlið að njóta þess að vera heima um helgina megið kíkja í heimsókn til mín á laugardaginn í smá afmæliskaffi. Aðgangur ókeypis Tounge

Annars er það að frétta af mér að ég er byrjuð að vinna aftur eftir sumarfrí. Það eru ennþá mörg börn í fríi svo það er voða rólegt í vinnunni, fínt að byrja aftur svona rólega.

Svo er bara að skella sér á Gaukinn góða í kvöld að sjá Á móti sól og Toby kallinn. Það er góð skemmtun, hehe....

Hafið það gott um helgina og skemmtið ykkur vel en varlega Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Ég mæti á laugardaginn :D

En úff ég er ennþá að jafna mig eftir gaukinn, maður er orðinn aðeins of gamall fyrir svona djamm í miðri viku og vinnu daginn eftir...shit hvað maður er lélegur í þessu...en það var svooooo gaman!

En hvernig er það ella, ertu búin að þvo á þér hendurnar? tíhí

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 2.8.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Elín Gíslína Steindórsdóttir

Hehe já gaukurinn var sko góður, ég var bara dúndur hress morguninn eftir. En ég neyddist víst til þess að þvo mér hendurnar á endandum, maður kemst víst ekki hjá því.

Elín Gíslína Steindórsdóttir, 3.8.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband