Prinsinn fæddur

Það var yndislegur svipurinn á Hafdísi Ernu þegar hún kom uppá hreiður á miðvikudaginn til að sjá nýfæddan litla bróður sinn. Hún ljómaði eins og sólin, ég fékk bara tár í augun. Þegar litla snúllan vaknaði var amma að passa hana og hún fékk þær fréttir að mamma og pabbi væru á spítalanum því að litli bróðir væri að fæðast. Hún var mjög ánægð með þessar fréttir, loksins eftir allan þennan tíma var litli bróðir að koma úr bumbunni á mömmu. Hún fór og setti dúkkurúmið upp við rúmið sitt og að sjálfsögðu setti hún litla barnið sitt í rúmið og breiddi yfir, bara sætust Smile

Fæðingin gekk mjög vel fyrir sig, var komin uppá fæðingardeild rúmlega hálf fjögur um nóttina og prinsinn skýst í heiminn á slaginu átta. Fæddur 10.09.08. kl. 08:00. Ekki slæmar tölur það. Rúmar 15 merkur og 51,5 cm, bara flottastur. Við fórum svo heim kl. 8 um kvöldið því að hreiðrið lokaði á miðnætti vegna verkfalls ljósmæðra. Mér stóð til boða að fara niður á sængurkvennagang og vera þar eina nótt en ég vildi frekar fara heim og vera með fjölskyldunni. Anna ljósmóðir kom svo um kvöldið og kíkti á okkur. Ég var svo mjög fegin að hafa farið heim um kvöldið því það var allt troðfullt á spítalanum um nóttina og daginn eftir svo næðið hefði ekki verið mikið og maður hefði verið dálítið einn með ungann sinn því það var nóg að gera hjá þeim ljósmæðrum sem voru á vakt.

 Jæja feðginin eru að koma úr sundi, læt þetta nægja í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Ósk Gestsdóttir Waage

Til hamingju með fallega drenginn Ella, Haffi og Hafdís. Það verður æði að fá sjá hann, hann er svo sætur. Fékk að sjá myndir hjá Ernu í gær hann er alveg yndislegur:D. Gangi ykkur allt í haginn, hlakka til að sjá ykkur:D

knús og kossar

Ester Ósk Gestsdóttir Waage, 13.9.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Innilelga til hamingju með litla prinsinn þinn

Hulda Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband