Andskotans peningagræðgi

Það er eitthvað sem segir mér að ef það hefðu verið konur við stjórnvölin í öllum þessum bönkum, og þar með töldum Seðlabankanum, þá værum við ekki í svona djúpum skít. Nú er búið að skipa konu sem nýjan landsbankastjóra og það lítur út fyrir að það verði kona bankastjóri í Glitni líka. Einhvern vegin held ég að það væri best að setja konu í stól Seðlabankastjóra og senda Dabba eitthvert út í buskann þar sem hann getur ekki gert meiri skaða í þjóðfélaginu.

Ok ég er kannski dálítið stóryrt en maður er bara orðinn verulega reiður út af þessu öllu saman.Devil Það sem fer mest í taugarnar á mér er að það má engan draga til ábyrgðar. Auðvitað ber einhver ábyrgð þegar svona fer. Ég meina halló hverjir eru það sem eru búnir að vera með óstöðvandi peningagræðgi og skuldsetja bankana í rassgat? Auðvitað þeir sem stjórna bönkunum. Það ætti að gera allar eignir þessara manna í útlöndum upptækar og nota peninginn sem fæst fyrir þær og reyna að koma þessu á réttan kjöl aftur.Bandit

Þjóðin á það skilið að þessir menn verði dregnir til ábyrgðar fyrir að setja landið á hausinn.Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Heyr heyr systa!

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Helgan

anda inn anda út frænka en já meiri anskotans sauðhausarnir!!! Já konur takk þær eru og verða alltaf skynsamari en karlar það hlaut að koma að því að það myndi allt springa og ég segji nú bara hí á þá sem hafa haft það alltof gott og eru núna í skítnum!!!!!!!

Helgan, 13.10.2008 kl. 07:46

3 Smámynd: Ester Ósk Gestsdóttir Waage

alveg sammála þér frænka... heimurinn liti nú allt örðuvísi út ef konur réðu honum ha! held það þurfi að láta þessa kalla heyra það illilega svo þeir hysji upp um sig buxurnar og fari að gera eikkað annað en að halda blaðamannafundi daglega:@

Ester Ósk Gestsdóttir Waage, 15.10.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband