Er þessi alla alkohúlistar?

Stella í orlofi situr dálítið í hausnum á mér þessa dagana. Við erum náttúrulega að tala um bestu íslensku myndina til þessa, að mínu mati alla vega. Ég man eftir því þegar ég, mamma, Millý og Helga Dóra frænka vorum á leiðinni á Blindfyllismótið í Alkalæk hérna um árið (fyrir ykkur sem ekki skilduð þetta þá er þetta bindindismótið í Galtalæk). Ég var búin að horfa svo oft á myndina að ég þuldi ábyggilega helminginn af henni upp í bílnum og það sem við hlógum. Ég get enn þann dag í dag farið með heilu romsurnar úr myndinni. Bara ef námsefnið hefði setið svona fast í hausnum á manni í denn hehe. Svo var gerð heiðarleg tilraun á framhaldi af Stellu kellingunni en sú mynd var ekki alveg að gera sig, átti sæmilega spretti á köflum en meira var það ekki.

Talandi um gamalt og gott íslenskt, hvernig væri að sýna einhverjar af þessum gömlu myndum aftur, Dalalíf, Nýtt líf, Löggulíf og allar þessar myndir? Ég væri sko meira en til í að sitja yfir þessum myndum á laugardagskvöldi með bjór í annarri og snakk í hinni. Rúv er nú ekki alveg að standa sig í helgardagskránni finnst mér.

Ég hef ekkert merkilegra fram að færa þennan daginn, sólin skín eins og allir vita og sumarfríið gæti ekki verið betra, algör afslöppun og leti, ekkert stress Joyful

Njótið veðurblíðunnar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Sammála orlofið fínt en frmaboðið ekki.

Hilsen 

Íris, 17.7.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Helgan

múhahha það sem við gátum þulið þetta upp aftur og aftur og alltaf var það jafn fyndið:) og heilsubælið tihí og hei gaman var í galtalæk ég alltaf 12 ára múhahahaha mannstu ég á allar Líf myndirnar á dvd og oft horfi ég á þær algjör snilld

Helgan, 21.7.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband