Snilldar afmælisveisla í gær

Elsku Millý mín, innilega til hamingju með afmælið í gær. Þetta var án efa skemmtilegasta afmælisveisla sem ég hef verið í. Svona óvæntir gestir eins og snillingurinn sem kom í gærkvöldi klikka ekki, það er nokkuð ljóst.

Afmælisgestirnir sátu allir inni í stofu hér heima í gærkvöldi og voru að syngja og spila á gítar. Svo er byrjað að syngja Hjálpaðu mér upp með Ný dönsk. Þegar viðlagið byrjar heyra gestirnir allt í einu að einhver er að koma upp stigann syngjandi og spilandi á gítar. Þar er enginn annar en Jónsi á ferðinni, en Kristján hafði fengið hann til að koma Millý, og auðvitað flestum gestunum, á óvart og vera með smá uppistand í afmælinu. Það voru sko píkuskrækir sem heyrðust í stelpunum þegar Jónsi birtist inni í stofu. Hann var hjá okkur í næstum klukkutíma og söng og sprellaði, og stelpurnar sátu, eins og Haffi orðaði það, eins og dáleiddar kindur og horfðu á Jónsa spila og syngja. Kærastarnir stóðu hins vegar fyrir aftan og gátu nú ekki annað en brosað yfir vitleysunni sem valt út úr kallinum. Áður en hann fór tók hann nokkur dansspor með afmælisbarninu í bílskúrnum. Þetta var allgjör snilld, enda ekki á hverjum degi sem maður er með landsþekktan söngvara í stofunni hjá sér.

Ég var mikið að hugsa um hvort ég ætti að skrifa pistil um systur mína í tilefni af afmælinu hennar. Ég byrjaði að skrifa nokkur orð en komst svo eiginlega að því að ég er bara ekki alveg nógu fyndinn penni til að geta skrifað fyndinn pistil.  Ég ætla því að láta þetta nægja sem hér er komið.

IMG_6041Við mæðgurnar með Jónsa


Páskafrí...loksins

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er fegin að vera komin í smá frí. Vinnan síðustu daga og meira að segja vikur hefur ekki verið alveg nógu skemmtileg. Bæði hefur verið mikið álag, vantað fólk og þá er alltaf tekið frá okkur til að lána á aðra deild. Svo er búinn að vera furðulegur mórall í gangi, misskilningur með hitt og þetta og þegar yfir 30 konur vinna saman á einum vinnustað þá hafa ALLAR rétt fyrir sér, sérstaklega þær sem eru búnar að vinna á sama staðnum, nánast í sömu sporunum í mörg ár. Síðan er heilsan ekki beint búin að vera uppá sitt besta síðustu tvo mánuði eða svo, en hún er þó öll að lagast, ég þarf bara að passa mig að borða á tveggja tíma fresti og drekka ekki kók. Kannast einhver við þetta???

 Ég er svo að fara til Boston 29. apríl með vinnunni. Hlakka dálítið til, hef aldrei komið þangað en er ekkert svakalega spennt ef maður lendir í einhverjum yfirheyrslum í vegabréfaeftirlitinu. En við erum nokkrar saman í hóp svo það hlýtur að vera í lagi. Svo erum við litla fjölskyldan að fara til Danmerkur 14. maí og verðum í viku. Hlakka mikið til að hitta vinina í Danmörku, erum búin að vera á leiðinni í nokkur ár en ekki látið verða af því fyrr en núna. Svo var að detta en ein utanlandsferðin inn um bréfalúguna, en það er árshátíð í vinnunni hans Haffa 9.-12. maí í Barcelona. Því miður verð ég að sleppa þeirri ferð, ég bara einfaldlega treysti mér ekki í þrjár utanlandsferðir á hálfum mánuði eða svo og það er bara einn sólarhringur á milli Barcelona og Danmerkurferðarinnar. Aðeins of mikið fyrir  manneskju í mínu ástandi Wink Hlakka til að sjá hvort fólk fatti ekki hvað ég er að tala um, þeir sem þekkja það ættu að vita það Tounge

Jæja, ætla að fara að taka aðeins til, hafið það gott um páskana og munið að borða bara andskoti nógu mikið af páskaeggjum, páskarnir koma jú bara einu sinni á ári.


Konudagur

Hvað er betra en að fá bóndann sinn heim á konudaginn eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Afríku? Mér finnst það allavega alveg ágætis konudagsgjöf. Ég get ekki sagt að þessar tvær vikur hafi verið fljótar að líða en þær eru sem betur fer liðnar núna. Við Hafdís förum á flugvöllinn í dag og sækjum Haffa, Hafdís greyið er farin að sakna pabba síns svo mikið, hún var alveg í skýjunum í gær þegar við sögðum henni að pabbi væri að koma heim á morgun, hún brosti allan hringinn. Happy

Júróvisjón langlokunni lauk í gærkvöldi. Ég var mjög ánægð þegar ég sá að wannabe töffararnir og litla dúkkulísan þeirra unnu ekki. Ekki gott lag, kannski væri það betra ef það væri einhver sem gæti sungið mundi syngja það, ekki puntudúkka sem söng hálft lagið í vitlausri tóntegund. Ég held að Regína og Friðrik Ómar eigi eftir að gera þetta vel úti í Serbíu, eru mjög flott saman.

Við Millý pöntuðum okkur miða í gær á Jet Black Joe tónleikana í maí. Þetta verða án efa góðir tónleikar, gospel kórinn með og allt, hlakka verulega til.

Jæja, bið að heilsa ykkur í bili........


Þetter náttla ekki í lagi

Hvað er málið með þetta lið í borgarstjórn Reykjavíkur, heldur þetta fólk að maður megi bara gera hvað sem er í starfinu og halda svo bara áfram eins og ekkert sé? Maður spyr sigWoundering ? Mér finnst að allir reykvíkingar ættu að taka sig saman og kjósa ekki eða skila auðu í næstu borgarstjórnarkosningum. Sýna bara þessu liði að fólk vilji ekki svona vinnubrögð með því að sniðganga alla þá sem bjóða sig fram. Ég myndi gera það, ekki spurning. Vitleysingar.

En snúum okkur að léttara hjali, við mægður höfum haft það ágætt í kotinu um helgina, gerðum bara ekkert annað en að leika okkur og taka smá til og horfa pínu á sjónvarpið líka. Veðrið bauð nú líka ekki uppá annað. Mamma og pabbi komu í heimsókn í gær og við fórum öll með Millý og co að skoða íbúð. Aldrei að vita nema systa flytji á árinu, hver veit.

Jæja, farin að ráfa um netið aðeins...leiter


Grasekkja næstu tvær vikur

Seint blogga sumir en blogga þó. ÉG hef bara hreinlega ekki verið í bloggstuði í janúarmánuði en nú skal bætt úr því. Haffi er farinn af landi brott til að hjálpa íbúum Luanda í Angóla að tölvuvæðast. Já hann og bróðir hans skruppu til Angóla til að setja upp tölvur sem þeir höfðu safnað saman úr ýmsum áttum. Tölvurnar skulu settar upp í nokkrum grunnskólum í Luanda. Eftir sitjum við Hafdís og kisurnar á skerinu í mesta óveðri vetrarins, eða svo segja þeir. En bóndinn var þó svo góður að gefa mér nýja fartölvu í gær. Gamli garmurinn var nefnilega orðinn dálítið lúinn og mig var sárlega farið að langa í  nýja tölvu. Sú gamla er þó búin að endast í fimm og hálft ár og hefur ALDREI BILAÐ!!! Ég er bara ótrúlega lukkuleg með nýja gripinn, enda mjög flott, Dell að sjálfsögðu, ekkert annað keypt hér á bæ.

Ég er búin að fylla ísskápinn af mat fyrir næstu daga, ætla sko ekki að fara út í þetta veður nema af illri nauðsyn. Hef bara nóg af góðgæti í skápunum, bæði hollt og óhollt hehe. En talandi um mat, ég ætla að fara og fá mér dálítið í gogginn. Blogga örugglega fljótlega aftur í nýju tölvunni Wink


Gleðilegt nýtt ár

og takk fyrir það gamla. Ég hef ekki beint verið dugleg að blogga. Jólin hafa verið alveg hreint prýðileg, ég var í fríi á milli jóla og nýárs þannig að maður náði að hlaða batteríin vel fyrir vorönnina. Ég fékk fullt af fínum jólagjöfum, má þar nefna nýjan gítar frá bóndanum, ostadisk, flottan glerdisk til að hafa punt á borði, flottan heimasaumaðan jóladúk, flotta útskorna veggklukku, vöfflujárn og margt fleira. Heimasætan fékk líka margar flottar gjafir. Áramótin héldum við svo hérna heima þar sem Millý og fjölskylda, Árni mágur og börnin hans og tengdapabbi komu í mat. Það var mjög fínt og skáluðum við svo fyrir nýju ári um miðnætti.  Í gær var svo bara sofið út og slakað á hér heima. Fór svo að vinna í morgun, úff það var ekkert smá erfitt að vakna eftir að hafa sofið út í næstum hálfan mánuð. Á laugardaginn er svo stefnan tekin á Selfoss í nýárs/þrettándamat hjá mömmu og pabba.

Jæja nenni ekki meira, ætla að fara að sníkja fótanudd hjá kallinum.

Bless í bili


Til útlanda...

...ég fer fer fer, það feikna gaman er er er, ég þangað fer með mér og mér og mér tralalalalalalalaTounge

Já ég er að fara til London. Haffi er að fara að vinna við að setja upp kassakerfi rétt fyrir utan London 21. nóvember og ég ætla svo að fara og hitta hann á föstudeginum 23. nóv. VERSLA VERSLA VERSLA!!! Skottan verður í góðu yfirlæti hjá Millý frænku og Emelíu frænku og þær ætla auðvitað að passa kisukrúttin líka. Við komum svo heim á sunnudagskvöldinu.

Það er svo sem ekki mikið í fréttum af bænum, litla skottan stækkar og stækkar og er yfir sig spennt yfir kettlingunum. Enda ekki furða því þeir eru bara sætir. Þeir stækka og stækka líka og það styttist í að þeir verið tilbúnir til að fara á ný heimili. Endilega látið mig vita ef ykkur langar í litla sæta kisu, eða tvær kisur, það er náttúrulega eðal, hafa félagsskapinn af hvor annarri Wink

Jæja ætla að slæpast aðeins á netinu svona til tilbreytingar.....

Bið að heilsa í bili


Volare....o o

Cantare o o o o .....hehe gott lag. Svo sem ekki mikið í fréttum hjá mér núna, Hafdís rosa ánægð á leikskólanum og kettlingarnir stækka og stækka með hverjum deginum, eru aðeins farnir að trítla um í kassanum sínum.

Er í fríi í vinnunni á föstudaginn því það er skipulagsdagur í leikskólanum hjá Hafdísi. Það er fínt að fá svona smá frí í vinnunni eins og það er nú búið að vera strembið síðasta mánuðinn. En það horfir allt til betri vegar.

 jæja skottan þarf smá athygli, er eitthvað ósátt í rúminu, vill ekki fara að sofa.

 Hafið það gott og já eitt enn... ég er með kynningu á Volare snyrtivörum á laugardaginn kl. 3, sendu mér línu ef þig langar að kíkja.

Ella


Fjölgun í fjölskyldunni

Það fjölgaði heldur betur í fjölskyldunni síðastliðna nótt. Snotra, kisan okkar, eignaðist sex kettlinga. Hún stóð sig eins og hetja, var ekki nema tvo tíma frá fyrsta til síðasta kettlings. Ég vakti yfir henni á meðan á þessu stóð en þurfti af og til að fara og svæfa Hafdísi því hún vaknaði rétt áður en kisa byrjaði að gjóta svo það var fjör á bænum. Nóttin var því frekar svefnlítil hjá mér. Hafdís er þvílíkt spennt yfir öllum þessum kisum, hún segist þurfa að pissa óvenju oft núna, en það er bara til að komast niður og skoða kisurnar. Svo er hún með bleiu í þokkabót, svo hún er snjöll litla daman.

Annars er það líka í fréttum að litla skottan verður tveggja ára á föstudaginn. Það verður haldin afmælisveisla á laugardaginn, en líka smá veisla á föstudaginn, svona bara uppá gamanið.

Jæja, þarf að fara að baða Hafdísi og koma henni í bólið.

Bið að heilsa ykkur sem nennið að lesa þetta Wink


Hver styður mig?

Nú er svo komið að mig langar virkilega til að endurnýja tölvuna mína. Sú sem ég er með núna er fartölva sem ég keypti haustið 2002 þegar ég byrjaði í KHÍ. Hún er nú búin að standa sig alveg hreint ótrúlega vel og á meðan tölvurnar hjá hinum stelpunum í skólanum voru að hrynja og oft í viðgerð stóð mín eins og klettur og bilaði aldrei. Það er ekki svo langt síðan það var settur nýr harður diskur í tölvuna mína en það er komin upp einhver óstjórnleg löngun hjá mér í að fá mér nýja tölvu.  Batteríið er líka nánast alveg ónýtt, það dugir í nokkrar mínútur í einu svo ég þarf alltaf að hafa hana í sambandi. Þetta batterí er búið að endast í 5 ár svo ég get svo sem ekki kvartað yfir því, en nýtt batterí kostar alveg heilan helling. Eina vandamálið er að Haffi sér ekki tilgang í því að kaupa nýja tölvu, maður hleypur nú bara ekki út og kaupir nýja tölvu án þess að ræða það og að kallinn samþykki það, þetta er nú ekkert lítil fjárfesting.

Í lokin, elsku pabbi, innilega til hamingju með fimmtugsafmælið í gær. Ég veit að þið mamma eruð að njóta lífsins í botn á Costa del Sol núna Cool og takk fyrir að senda sólina og hitann til okkar í dagWink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband