Gleðilegt nýtt ár

og takk fyrir það gamla. Ég hef ekki beint verið dugleg að blogga. Jólin hafa verið alveg hreint prýðileg, ég var í fríi á milli jóla og nýárs þannig að maður náði að hlaða batteríin vel fyrir vorönnina. Ég fékk fullt af fínum jólagjöfum, má þar nefna nýjan gítar frá bóndanum, ostadisk, flottan glerdisk til að hafa punt á borði, flottan heimasaumaðan jóladúk, flotta útskorna veggklukku, vöfflujárn og margt fleira. Heimasætan fékk líka margar flottar gjafir. Áramótin héldum við svo hérna heima þar sem Millý og fjölskylda, Árni mágur og börnin hans og tengdapabbi komu í mat. Það var mjög fínt og skáluðum við svo fyrir nýju ári um miðnætti.  Í gær var svo bara sofið út og slakað á hér heima. Fór svo að vinna í morgun, úff það var ekkert smá erfitt að vakna eftir að hafa sofið út í næstum hálfan mánuð. Á laugardaginn er svo stefnan tekin á Selfoss í nýárs/þrettándamat hjá mömmu og pabba.

Jæja nenni ekki meira, ætla að fara að sníkja fótanudd hjá kallinum.

Bless í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Haha, við eigum þá eitthvað sameiginlegt með fótanuddið ;) algjörir nautnaseggir

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Helgan

gleðilegt ár frænka

*knús*

Helgan, 5.1.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband