Konudagur

Hvað er betra en að fá bóndann sinn heim á konudaginn eftir rúmlega tveggja vikna dvöl í Afríku? Mér finnst það allavega alveg ágætis konudagsgjöf. Ég get ekki sagt að þessar tvær vikur hafi verið fljótar að líða en þær eru sem betur fer liðnar núna. Við Hafdís förum á flugvöllinn í dag og sækjum Haffa, Hafdís greyið er farin að sakna pabba síns svo mikið, hún var alveg í skýjunum í gær þegar við sögðum henni að pabbi væri að koma heim á morgun, hún brosti allan hringinn. Happy

Júróvisjón langlokunni lauk í gærkvöldi. Ég var mjög ánægð þegar ég sá að wannabe töffararnir og litla dúkkulísan þeirra unnu ekki. Ekki gott lag, kannski væri það betra ef það væri einhver sem gæti sungið mundi syngja það, ekki puntudúkka sem söng hálft lagið í vitlausri tóntegund. Ég held að Regína og Friðrik Ómar eigi eftir að gera þetta vel úti í Serbíu, eru mjög flott saman.

Við Millý pöntuðum okkur miða í gær á Jet Black Joe tónleikana í maí. Þetta verða án efa góðir tónleikar, gospel kórinn með og allt, hlakka verulega til.

Jæja, bið að heilsa ykkur í bili........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Betra að fá kallinn heim en rósarlufsu;)

Íris, 28.2.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband