Hver styður mig?

Nú er svo komið að mig langar virkilega til að endurnýja tölvuna mína. Sú sem ég er með núna er fartölva sem ég keypti haustið 2002 þegar ég byrjaði í KHÍ. Hún er nú búin að standa sig alveg hreint ótrúlega vel og á meðan tölvurnar hjá hinum stelpunum í skólanum voru að hrynja og oft í viðgerð stóð mín eins og klettur og bilaði aldrei. Það er ekki svo langt síðan það var settur nýr harður diskur í tölvuna mína en það er komin upp einhver óstjórnleg löngun hjá mér í að fá mér nýja tölvu.  Batteríið er líka nánast alveg ónýtt, það dugir í nokkrar mínútur í einu svo ég þarf alltaf að hafa hana í sambandi. Þetta batterí er búið að endast í 5 ár svo ég get svo sem ekki kvartað yfir því, en nýtt batterí kostar alveg heilan helling. Eina vandamálið er að Haffi sér ekki tilgang í því að kaupa nýja tölvu, maður hleypur nú bara ekki út og kaupir nýja tölvu án þess að ræða það og að kallinn samþykki það, þetta er nú ekkert lítil fjárfesting.

Í lokin, elsku pabbi, innilega til hamingju með fimmtugsafmælið í gær. Ég veit að þið mamma eruð að njóta lífsins í botn á Costa del Sol núna Cool og takk fyrir að senda sólina og hitann til okkar í dagWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Segðu við hann að þig vanti almennilea tölvu svo þú getir spilað tölvuleiki við mig...þá kaupir hann hana strax..... múúhhhaaaa !!!

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 28.8.2007 kl. 11:07

2 identicon

He he já það gæti virkað, ég reyni það ;)

Ella (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Íris

Hehe, sko, fyrst myndavél svo tölva. Hvað næst? Nýtt sjónvarp Hann samþykkir það að lokum;)

Íris, 31.8.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband