23.10.2008 | 09:25
Afmæli og skírn
Jæja þá er litla skottan orðin 3 ára hvorki meira né minna. Það var yndislegur dagur sl. sunnudag þegar hún átti afmæli og litli prinsinn var skírður Viktor Kári. Athöfnin fór fram í Ástjarnarkirkju og það var Sr. Bára Friðriksdóttir sem skírði. Það var meira að segja sunginn afmælissöngurinn fyrir Hafdísi í kirkjunni. Maður var nánast klökkur yfir þessu öllu saman, allt svo notalegt og frjálslegt. Hafdís fór svo í fyrsta skipti í sunnudagaskólann eftir skírnina og fékk að lita og borða ávexti og gera margt fleira skemmtilegt. Hún ætlar að fara aftur næsta sunnudag með pabba sínum.
Nú fer maður bara að huga að jólaundirbúningi, útbúa jólakort og svona. Alltaf gaman að dunda sér við eitthvað skemmtilegt fyrir jólin enda finnst mér jólin alltaf svo skemmtilegur tími.
Jæja verð að hætta, Viktor Kári þarf smá athygli
Athugasemdir
jólin jólin allstaðar með jólagleði og kreppupakka
til hamingju með sunnudaginn en og aftur. þarf svo að fara að kikka á ykkur með pakka handa frænda
ég er sko byrjuð að kaupa og græja jólagjafir,fór meira að segja áðan og keypti jólapappír, merkimið og skrautborða ætla svo að pakka inn jafnóðum svo ég bæti ekki endalaust við gjafirnar eins og ég geri alltaf....
knús á línuna
Helgan, 23.10.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.