Vesen

Ég get verið svo mikill auli að það hálfa væri nóg. Ég þurfti að breyta lykilorðinu á hotmailinu hjá mér því það var kominn vírus í það. Búin að vera alltof lengi með sama lykilorðið. Og viti menn, nú man ég bara alls ekki nýja lykilorðið og kemst þar af leiðandi ekki inná msn-ið. Ég ætla að leggja hausinn vel og lengi í bleyti og reyna að muna nýja lykilorðið. Ef það hins vegar gengur ekki þá ætla ég að stofna nýtt netfang.

Annars er það að frétta að það er stór dagur hjá stóru fjölskyldunni á sunnudaginn. Prinsessan verður 3ja ára gömul og svo verður litli prinsinn skírður. Tvöföld ánægja hjá okkur. Ég er einmitt að horfa á snúlluna út um gluggann þar sem hún er að róla með bestu vinkonu sinni á leikskólanum. Ekki allir sem geta fylgst með börnunum sínum leika sér úti á leikskólanum Grin

Bið að heilsa í bili, hafið það gott um helgina......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Gíslína Steindórsdóttir

Jei, ég mundi lykilorðið

Elín Gíslína Steindórsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

hahaha snillingur
Takk fyrir daginn í dag, hann var yndislegur í alla staði  svaka flottar kræsingar hjá þér stelpa! Til lukku með krúsídúllurnar, knúsaðu þau fyrir mig

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:16

3 identicon

Innilega til hamingju með börnin þín. Ég ætla endilega að reyna að kíkja í heimsókn til ykkar í fríinu mínu. Verð í sambandi við þig skvís:-D

Katrín (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband