29.7.2008 | 10:48
Versló framundan
Best að skella sér bara til eyja.....NOT. Það er alveg spurning hvenær maður lætur verða af því að fara á þjóðhátíð, hef nefninlega aldrei farið. Kannski maður nái að fara fyrir fertugt, hver veit.
Hér er allt á fullu í framkvæmdum, við erum að leggja lokahönd á húsið okkar, loksins. Það er verið að flísaleggja baðherbergið á efri hæðinni og klára að mála síðasta svefnherbergið í húsinu. Ég kalla okkur nú bara verulega nægjusöm að hafa getað búið í hálfkláruðu húsi í 4 ár, en það eru 4 ár 7. ágúst n.k. síðan við fluttum inn á neðri hæðina með pínulítið eldhús í þvottahúsinu og geymslunni, stofuna inni í svefnherbergi og enga sturtu fyrr en 5 mánuðum seinna. Við vorum áskrifendur að sturtunni hjá Millý á meðan. Nú er ekki seinna vænna en að ljúka við kofann því það styttist óðum í að litli drengurinn komi í heiminn, ekki nema u.þ.b. 7 vikur í það. Hreiðurgerðin er farin að gera vart við sig hjá minni svo það er ferkar erfitt að eiga heima í húsi þar sem allt veður í óhreinindum á meðan verið er að vinna við flísalögn og annað með tilheyrandi sóðaskap. Það er stundum stutt í að svipan fari á loft og mín breytist í harðstjóra en ég reyni að halda mig á mottunni, þó það sé stundum erfitt, sérstaklega á meðgöngunni
Jæja ég held að ég láti þetta nægja í bili, reyni nú að bæta úr bloggleysi sumarsins, ég bara nenni ekki að hanga í tölvunni á sumrin í góðu veðri, enda nóg annað að gera á ört stækkandi heimili
Farið varlega um helgina, hvað sem þið gerið...
Athugasemdir
Ég skal hugsa til þín á laugardagskvöldið þegar við erum mættar til Eyja....goood hvað þetta verður gaman!!
Hlakka svo til að sjá baðherbergið þegar það verður reddí hjá ykkur.
Mér finnst samt að þið eigið að fá ykkur baðkar strax sko, ég á það inni hjá ykkur að komast í bað! Ekkert sturtuvesen!
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 29.7.2008 kl. 20:10
Ji...... alveg að koma lítill strákalingur...... ég er einmitt í fríi í næstu viku.... s.s. vikuna eftir verslunarmannahelgi..... verður þú eitthvað heima þá ef mann langar að kíkja í heimsókn?
Katrín (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 21:33
Hæ sæta, það eru sko fleiri sem hafa aldrei farið á þjóðhátíð, mig hefur meira að segja aldrei langað þangað;) enda svo sem nóg annað alltaf í boði!
Ætla að tékka á myndum á barnalandinu ykkar, allt of langt síðan ég hef skoðað þar, gangi þér svo vel á lokasprettinum og reyndu að láta Haffa stjana við þig;)
bestu kveðjur, Sædís.
Sædís (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 21:40
Millý, ég bið að heilsa til Eyja...
Jú Katrín ég verð eitthvað heima í næstu viku, fer allavega ekki langt
Sædís, ég skal reyna að fá kallinn til að stjana við mig, mér leiðist það allvega ekki
Elín Gíslína Steindórsdóttir, 29.7.2008 kl. 22:12
Skila því Ella mín, skal meira að segja draga upp myndavélina svona upp á gamlan vana og smella nokkrum myndum ;)
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 30.7.2008 kl. 22:56
til hamingju með fyrragær frænka
Helgan, 6.8.2008 kl. 09:40
Til hamingju með afmælið á mánudaginn, verð að fara kíkja í heimsókn til ykkar bráðlega langt síðan við komum seinast.
Ester Ósk Gestsdóttir Waage, 6.8.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.