Snilldar afmælisveisla í gær

Elsku Millý mín, innilega til hamingju með afmælið í gær. Þetta var án efa skemmtilegasta afmælisveisla sem ég hef verið í. Svona óvæntir gestir eins og snillingurinn sem kom í gærkvöldi klikka ekki, það er nokkuð ljóst.

Afmælisgestirnir sátu allir inni í stofu hér heima í gærkvöldi og voru að syngja og spila á gítar. Svo er byrjað að syngja Hjálpaðu mér upp með Ný dönsk. Þegar viðlagið byrjar heyra gestirnir allt í einu að einhver er að koma upp stigann syngjandi og spilandi á gítar. Þar er enginn annar en Jónsi á ferðinni, en Kristján hafði fengið hann til að koma Millý, og auðvitað flestum gestunum, á óvart og vera með smá uppistand í afmælinu. Það voru sko píkuskrækir sem heyrðust í stelpunum þegar Jónsi birtist inni í stofu. Hann var hjá okkur í næstum klukkutíma og söng og sprellaði, og stelpurnar sátu, eins og Haffi orðaði það, eins og dáleiddar kindur og horfðu á Jónsa spila og syngja. Kærastarnir stóðu hins vegar fyrir aftan og gátu nú ekki annað en brosað yfir vitleysunni sem valt út úr kallinum. Áður en hann fór tók hann nokkur dansspor með afmælisbarninu í bílskúrnum. Þetta var allgjör snilld, enda ekki á hverjum degi sem maður er með landsþekktan söngvara í stofunni hjá sér.

Ég var mikið að hugsa um hvort ég ætti að skrifa pistil um systur mína í tilefni af afmælinu hennar. Ég byrjaði að skrifa nokkur orð en komst svo eiginlega að því að ég er bara ekki alveg nógu fyndinn penni til að geta skrifað fyndinn pistil.  Ég ætla því að láta þetta nægja sem hér er komið.

IMG_6041Við mæðgurnar með Jónsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Takk æðislega fyrir allt Ella mín, þetta var frábært í alla staði og ekki skemmir að fá bara skemmtiatriðin til sín, tær snilld!

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 31.3.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Helgan

takk fyrir seinast algjör snilld var einmitt að blogga líka flottar með kallinum

*knús*

Helgan, 31.3.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband