21.3.2008 | 08:58
Páskafrí...loksins
Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er fegin að vera komin í smá frí. Vinnan síðustu daga og meira að segja vikur hefur ekki verið alveg nógu skemmtileg. Bæði hefur verið mikið álag, vantað fólk og þá er alltaf tekið frá okkur til að lána á aðra deild. Svo er búinn að vera furðulegur mórall í gangi, misskilningur með hitt og þetta og þegar yfir 30 konur vinna saman á einum vinnustað þá hafa ALLAR rétt fyrir sér, sérstaklega þær sem eru búnar að vinna á sama staðnum, nánast í sömu sporunum í mörg ár. Síðan er heilsan ekki beint búin að vera uppá sitt besta síðustu tvo mánuði eða svo, en hún er þó öll að lagast, ég þarf bara að passa mig að borða á tveggja tíma fresti og drekka ekki kók. Kannast einhver við þetta???
Ég er svo að fara til Boston 29. apríl með vinnunni. Hlakka dálítið til, hef aldrei komið þangað en er ekkert svakalega spennt ef maður lendir í einhverjum yfirheyrslum í vegabréfaeftirlitinu. En við erum nokkrar saman í hóp svo það hlýtur að vera í lagi. Svo erum við litla fjölskyldan að fara til Danmerkur 14. maí og verðum í viku. Hlakka mikið til að hitta vinina í Danmörku, erum búin að vera á leiðinni í nokkur ár en ekki látið verða af því fyrr en núna. Svo var að detta en ein utanlandsferðin inn um bréfalúguna, en það er árshátíð í vinnunni hans Haffa 9.-12. maí í Barcelona. Því miður verð ég að sleppa þeirri ferð, ég bara einfaldlega treysti mér ekki í þrjár utanlandsferðir á hálfum mánuði eða svo og það er bara einn sólarhringur á milli Barcelona og Danmerkurferðarinnar. Aðeins of mikið fyrir manneskju í mínu ástandi Hlakka til að sjá hvort fólk fatti ekki hvað ég er að tala um, þeir sem þekkja það ættu að vita það
Jæja, ætla að fara að taka aðeins til, hafið það gott um páskana og munið að borða bara andskoti nógu mikið af páskaeggjum, páskarnir koma jú bara einu sinni á ári.
Athugasemdir
Innilega til lukku með bumbubúann :)
Árún (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:34
Vá mér finnst svo æðislegt að hugsa til þess að Hafdís Erna sé að verða STÓRA SYSTIR!
Það er rétt hjá þér að sleppa bara einni ferðinni, ábyggilega svaka orka sem fer í að fara í 3 utanlandsferðir á 2 vikum.
Knús til þín og bumbulíusar
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 21.3.2008 kl. 12:08
Takk fyrir kærlega og gleðilega páska allir saman!!!
Elín Gíslína Steindórsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:46
Blessuð og til hamingju með bumbubúann....... fann loksins síðuna þína aftur, hehe...... Ég var í Boston í febrúar, mátt alveg spyrja mig ef þig vantar að vita eitthvað;) Á núna eftir að fylgjast spennt með síðunni þinni..... Bestu kveðjur og gangi þér vel með litla bumbubúann......
Sædís S. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:04
til hamingju með litla bumbukrílið (aftur) og takk fyrir frábært páskafrí
sjáumst næstu helgi:D
Ester Ósk G. Waage (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:51
Til hamingju með bumbubúann. Hvenær ertu svo sett?
Kristín ,Bríet Auður og María Brá (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 01:27
Blessuð og sæl Ella mín, til hamingju með litla bumbubúann gangi þér vel Kveðja Gréta.
greta (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:54
Takk fyrir kveðjurnar, ég er sett 12. september, svo er bara að sjá hvort krílið hermi sé jafn stundvíst og stóra systir og kíki í heiminn á settum degi
Elín Gíslína Steindórsdóttir, 29.3.2008 kl. 08:24
hei hei hei er kellan bara ólétt
JESSSSSSSSSSSS
Innilega til hamingju með það öll sömul. Kannast mikið við þetta með að borða mjög oft og reglulega og alls ekki drekka neitt gos lilli passar uppá að mamma sín sé í hollustunni
naumast það á að flakka hehe gaman gaman farðu bara vel með þig og það er rétt ákvörðun myndi ég segja að sleppa einni ferðinni..
*risaknús*
Helgan, 29.3.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.