Grasekkja næstu tvær vikur

Seint blogga sumir en blogga þó. ÉG hef bara hreinlega ekki verið í bloggstuði í janúarmánuði en nú skal bætt úr því. Haffi er farinn af landi brott til að hjálpa íbúum Luanda í Angóla að tölvuvæðast. Já hann og bróðir hans skruppu til Angóla til að setja upp tölvur sem þeir höfðu safnað saman úr ýmsum áttum. Tölvurnar skulu settar upp í nokkrum grunnskólum í Luanda. Eftir sitjum við Hafdís og kisurnar á skerinu í mesta óveðri vetrarins, eða svo segja þeir. En bóndinn var þó svo góður að gefa mér nýja fartölvu í gær. Gamli garmurinn var nefnilega orðinn dálítið lúinn og mig var sárlega farið að langa í  nýja tölvu. Sú gamla er þó búin að endast í fimm og hálft ár og hefur ALDREI BILAÐ!!! Ég er bara ótrúlega lukkuleg með nýja gripinn, enda mjög flott, Dell að sjálfsögðu, ekkert annað keypt hér á bæ.

Ég er búin að fylla ísskápinn af mat fyrir næstu daga, ætla sko ekki að fara út í þetta veður nema af illri nauðsyn. Hef bara nóg af góðgæti í skápunum, bæði hollt og óhollt hehe. En talandi um mat, ég ætla að fara og fá mér dálítið í gogginn. Blogga örugglega fljótlega aftur í nýju tölvunni Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Til hamingju með nýju tölvuna :)
Það verður bara stuð hjá okkur á meðan Haffi er að tölvuvæða Afríku, við verðum dugleg að kíkja í heimsókn ;)

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Elín Gíslína Steindórsdóttir

Já ég treysti því ;)

Elín Gíslína Steindórsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband