14.10.2007 | 19:54
Fjölgun í fjölskyldunni
Það fjölgaði heldur betur í fjölskyldunni síðastliðna nótt. Snotra, kisan okkar, eignaðist sex kettlinga. Hún stóð sig eins og hetja, var ekki nema tvo tíma frá fyrsta til síðasta kettlings. Ég vakti yfir henni á meðan á þessu stóð en þurfti af og til að fara og svæfa Hafdísi því hún vaknaði rétt áður en kisa byrjaði að gjóta svo það var fjör á bænum. Nóttin var því frekar svefnlítil hjá mér. Hafdís er þvílíkt spennt yfir öllum þessum kisum, hún segist þurfa að pissa óvenju oft núna, en það er bara til að komast niður og skoða kisurnar. Svo er hún með bleiu í þokkabót, svo hún er snjöll litla daman.
Annars er það líka í fréttum að litla skottan verður tveggja ára á föstudaginn. Það verður haldin afmælisveisla á laugardaginn, en líka smá veisla á föstudaginn, svona bara uppá gamanið.
Jæja, þarf að fara að baða Hafdísi og koma henni í bólið.
Bið að heilsa ykkur sem nennið að lesa þetta
Athugasemdir
Aftur til hamingju með litlu krúslurnar, get ekki beðið eftir að þær stækki svo maður geti farið að atast aðeins í þeim
Er mikið að pæla í hvort ég eigi að fá einn lítinn leikfélaga fyrir kisu, en það verður bara að koma í ljós hvort að það gangi.
Hlakka svo til að sjá ykkur á föstudaginn, það er auðvitað skylduferð í ToysRus með stelpurnar að sjá átrúnaðargoðið sitt, sjálfan íþróttaálfinn!
Knús og kram
Stóra syss
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 15.10.2007 kl. 16:02
Til lukku með kettlingana og mér finnst nú daman frekar klár að þurfa pissa svona mikið!!
Íris, 18.10.2007 kl. 17:18
Hæ, hæ...... til hamingju með litlu kettlingakrúttin og auðvitað Hafdísi á morgun...... ég er eiginlega ekki alveg að trúa því að skvísan sé að verða 2 ára8-) Vonandi hafiði það nú gott öll sömul, ég fer svo að kíkja í heimsókn til ykkar bráðum:-D
Katrín (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:56
hæ Ella, til hamingju með kettlingana og stelpuna.
kv. Elín Anna
Elín Anna (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:18
Takk fyrir stelpur mínar hér er mikið fjör á heimilinu, dúllan yfir sig ánægð með allar afmælisgjafirnar og kettlingana auðvitað.
Elín Gíslína Steindórsdóttir, 23.10.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.