Ný myndavél í prufukeyrslu

Mamma og pabbi keyptu nýja myndavél handa okkur í fríhöfninni í gær Grin það er gríðarleg spenna og hamingja núna á mínu heimili, eða ég er allavega mjög glöð. Þau ætla að prufukeyra myndavélina í fríinu. Hlakka til að fá þau heim og skoða myndirnar og auðvitað vélina. Þau eru á Costa del Sol, ég hef farið þangað einu sinni og það var bara gaman. Þau ætla að fara í dagsferð til Afríku eins og ég gerði. Það er ótrúlegt menningarsjokkið sem maður verður fyrir. Þarna er ótrúlega stutt á milli ríkra og fátækra. Þeir fátæku búa kannski í tjöldum við ströndina og þeir ríku í svaka villum hinum megin við götuna, ég er ekki að ýkja. En það er mjög fróðlegt að upplifa þetta og sjá fjöldann allan af fólki ganga framhjá landamærunum til að fara með vörur heim sem eru ódýrari á spænsku yfirráðasvæði en afrísku.

Ég fékk símtal í vinnuna í gær frá leikskólanum hennar Hafdísar. Mér var sagt að þar væri neyðarástand og ég spurð hvort ég gæti mögulega sótt Hafdísi eins fljótt og hægt væri. Það er svo mikil manneklan þarna að þau hafa þurft að vera að senda börn heim og loka deildum á hádegi því ekkert starfsfólk fæst í vinnu. Þegar ég mætti með Hafdísi á leikskólann í morgun var deildarstjórinn hennar ein á deildinni og það voru tvær á deildinni á móti. Við erum að tala um þrjá starfsmenn með yfir 20 börn eins og tveggja ára. Trúið mér það er sko ekkert grín. Mér leið ekki vel að skilja Hafdísi eftir á leikskólanum en ég hafði engin önnur úrræði. Þessi dagur reddaðist þó á hennar deild. En það er ekki notalegur hnúturinn sem maður hefur í maganum yfir því að barnið manns sé á leikskólanum og það er tæplega nóg af starfsfólki.Frown

Nóg af blaðri í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband