Gat verið...

Loksins þegar við ætlum að láta verða af því að endurnýja myndavélina okkar þá er sú sem okkur langar í uppseld allstaðar. Bara einn möguleiki ókannaður og það er í fríhöfninni. Þar sem mamma og pabbi eru á leiðinni út á miðvikudaginn ætlum við að biðja þau að athuga málið fyrir okkur og kaupa ef gripurinn er til. Bara krossa puttana og vona það besta. Myndavélin sem okkur langar í kostar 34.000 í Elko en 44.000 í Max. Smá munur. Kannski þýðir nafn verslunarinnar að þeir séu alltaf með hæsta verðið, Max Tounge

Litla snúllan mín er búin að skipta um deild á leikskólanum sínum. Þetta var ákveðið með mjög litlum fyrirvara og því ekki mikill undirbúningstími, hvorki fyrir hana né okkur foreldrana. Þetta er þriðja vikan hennar á nýju deildinni og hún vill ennþá bara koma á leikskólann og hitta Huldu sína, sem er deildarstjórinn á gömlu deildinni hennar. Reyndar er annar strákur, besti vinur Hafdísar, sem vill líka bara koma á gömlu deildina þegar hann kemur á leikskólann. Það var því ákveðið að gefa þeim aðeins lengri aðlögunartíma og þau fá að koma fyrst inná gömlu deildina og fara svo eftir smá stund á nýju og þá er allt í lagi. Það er búið að skipta um nöfn á deildunum á leikskólanum og nýja deildin hennar Hafdísar heitir Friðarkot og sú gamla Vinakot, mjög krúttleg nöfn.

Ekki nóg með það að Hafdís sé að skipta um deild heldur er ég að fara yfir á aðra deild í vinnunni. Ég er búin að vera með tvo elstu árgangana síðasta árið en er að fara yfir á yngri deild þar sem yngstu börnin eru á svipuðum aldri og Hafdís, að verða tveggja ára seint á árinu. Það verður frekar skrýtið að trappa sig svona niður en ágætt að fá að prófa að vera með litlu krílin, hef mest unnið með elstu börnunum frá því ég byrjaði að vinna á leikskóla fyrir rúmum sjö árum síðan.

Ég fór á 10 ára grunnskólaútskriftarafmæli um helgina. Það var ansi léleg mæting en samt alveg glettilega gaman. Ótrúlegt hvað fólk breytist bara ekki neitt þó tíminn líði, allir alveg eins og þeir voru í 10. bekk.

Þetta blaður nægir í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Spurning þetta með Max

Íris, 22.8.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband