10.7.2007 | 22:26
Græn...
...af öfund núna. Millý er að fara með familíuna til Kóngsins Köben í fyrramálið. Ég fæ víst ekki að fara lengra en að innritunarborðinu í Leifsstöð. En Danaveldi bíður betri tíma fyrir mig og mína. Millý, ég bið að heilsa Ásgerði ef þú hittir hana í rússíbanastjórninni, hún tekur sig ábyggilega vel út sem rússíbanastjóri.
Reyndar er alls ekkert leiðinlegt að vera hér heima á Fróni í þessu blíðskaparveðri sem verið hefur undanfarna daga. Það styttist reyndar í Akureyrarferðina miklu þetta árið, 10 dagar til stefnu. Það er svona næstum því eins og að fara til útlanda, tekur meira að segja aðeins lengri tíma að keyra norður en að fljúga til Köben.
Vissuð þið að núna er hægt að kaupa sér hjólhýsi með hita í gólfinu? AF HVERJU EKKI BARA AÐ VERA HEIMA HJÁ SÉR Í STAÐINN FYRIR AÐ VERA AÐ BRÖLTA MEÐ ÞESSA BJÁNALEGU KOFA Á HJÓLUM SEM TAKA BARA ÓÞARFA PLÁSS Á VEGUM LANDSINS!!!!!Hvað varð um tjaldstemmninguna sem fylgdi því að fara í útilegu hérna í den? Appelsínugulu A-tjöldin með græna gúmmíbotninum, litla fortjaldinu, þungu stálsúlunum, prímusnum og einnota kolagrillinu? Það kallar maður að fara í útilegu og hana nú Nei ég segi nú bara svona, hehe.
Læt þessari bloggfærslu þá lokið
Gellan
Athugasemdir
Hehe, held þú sért líka græn af öfund út í hjólhýsa eigendur Annars fara eigendur oft í taugarnar á mér með ofsa akstri með hitt heimilið aftan í bílnum.
Íris, 11.7.2007 kl. 10:03
Nei veistu ég hef nokkrum sinnum komið inní hjólhýsi og mér finnst það alltaf eitthvað svo asnalegt, en já þeir eru ansi margir sem keyra eins og þeir séu á ferrari sportbíl en ekki stórum hlunk með annan stóran hlunk í eftirdragi
Ella (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.