Þá er það ákveðið

Við hjónaleysin tókum þá ákvörðun að skella okkur á Fiskidaginn mikla aftur í ár. Þetta verður smá sprettur því ég sé ekki framá að geta fengið svo mikið sem klukkutíma í frí frá vinnu í kringum þessa helgi svo þá má búast við því að litla stubban verði dálítið þreytt eftir mikið ferðalag á stuttum tíma. En ég er þó búin að vinna kl. 13 á föstudeginum. Það var bara svo gaman að koma þarna í fyrra að við ákváðum að láta bara verða af því að skella okkur aftur núna. Mamma og pabbi verða þarna ásamt aragrúa af ættingjum mínum. Ég legg til að restin af ættinni skelli sér líka norður svo við getum haldið smá ættarmót. Það hefur ekki gerst í mörg ár.

Það er ekki hægt að segja annað en að maður sé heppinn að búa á Íslandi þessa dagana. Heyrði frá vini í Danmörkunni í gær og þar var barasta haglél takk fyrir pent. Ég held að það sé best að vera bara hérna á klakanum á sumrin og nota veturna til að skella sér til sólarlanda. Meikar mun meira sens, drattast úr kuldanum hérna heima og njóta hitans í útlöndum (það er að segja þar sem er heitt á veturna). Kannski maður geri þetta bara einhvern tíma, þegar maður hefur efni á Errm

Nóg í bili.....Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segir þú, erum við að fara norður?

Hafsteinn (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Helgan

vei vei vei fleiri og fleiri að bætast við lýst vel á ykkur hlakka mikið til

Helgan, 2.7.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Hva, er mín bara með bloggræpu núna?? Hef aldrei séð þig blogga svona oft á innan við viku!
Annars lýst mér vel á hjá ykkur að fara norður í sumar, vildi bara að við gætum komið með ykkur á fiskidaginn, en ég sé það ekki gerast því miður  Maður verður víst að halda sig í vinnunni til að fá einhver laun...

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:32

4 identicon

Já Millý það væri gaman ef þið kæmust líka með... þetta verður gaman...

Ella (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband