27.6.2007 | 21:28
Nú skal ég standa mig
Jæja ég hef tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byrja að blogga aftur. Ég hef verið svo yfirgengilega löt við að kveikja á tölvunni síðustu mánuði að það hálfa væri nóg. Ég vona að þetta verði til þess að ég bæti mig í því.
Ég er að fara í sumarfrí um helgina. Get ekki beðið eftir því. Við ætlum að fara norður á Akureyri 20. júlí og vera í leiguíbúð í nokkrar nætur. Alltaf gaman að koma norður, sérstaklega þegar maður þekkir einhvern þar. Reyndar finnst mér alltaf notalegt að koma til Akureyrar, mér líður eitthvað svo vel þar, og svo er náttúrulega hægt að fá svo góðan ís þar
Jæja, læt þetta nægja í bili, þarf að fara að koma skottunni í rúmið, löngu kominn háttatími hjá henni.
Kveð að sinni....
Athugasemdir
dá kellu ánægð með þig nú veðuru að standa þig kona
já norðurlandið er best það er nú ekki af ástæðulausu sem ég bý hérna ótrúlega gott að eiga heima hér. Já svo við tölum nú ekki um brynju ísinn ummm *slef* hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið norður:)
knús og kram
Helgan, 27.6.2007 kl. 21:41
Jeij velkomin systa gaman að sjá þig hér!!!
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 28.6.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.