Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2008 | 17:32
Bla bla bla
Okkar yndislega rausnarlega ríkisstjórn ætlar aldeilis að létta undir með fólkinu í landinu. Þeir gerast meira að segja svo rausnarlegir að borga barnabæturnar út mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti og það á að afnema stimpilgjöldin. Já einmitt, rosa duglegir að afnema stimpilgjöldin EINMITT ÞEGAR ENGINN STENDUR Í ÍBÚÐAKAUPUM OG LÁNTÖKUM!!!!! Mér finnst náttúrulega að það eigi að lækka laun nýju bankastjóranna um helming og nýta frekar peninginn í eitthvað sem skiptir máli. Mér finnst líka að það eigi að loka fleiri sendiráðum. Sendiráð á hinum ýmsu stöðum í heiminum finnst mér vera ansi kostnaðarsöm. Gott og vel að hafa fólk til staðar þegar á þarf að halda en það þarf ekki að byggja sendiráð sem kostar marga milljarða, það er bara sóun á peningum svo ekki sé meira sagt. Hvernig væri til dæmis að hafa sameinað sendiráð allra norðurlandanna, þar sem sendiherrar norðurlandanna sætu allir undir sama þakinu. Þannig væri hægt að spara gífurlegt fjármagn á hverju ári. En það þýðir víst ekki að láta sig dreyma um svona fyrirkomulag núna því það vill enginn hýsa Íslendinga núna, hvað þá vinna með þeim, þökk sé ónafngreindum einstaklingum
Jæja yfir í léttara hjal. Sonur minn er að sprengja alla þyngdarskala. Hann var vigtaður í gær og hefur þyngst um hvorki meira né minna en 1290 gr á þremur vikum, sem gera rúm 400 gr á viku. Það er eðlilegt að börn þyngist um ca 200 gr á viku svo hann er heldur betur að dafna vel, orðinn 6530 gr, kominn hálfu kílói fram úr systur sinni á sama aldri, og var hún mjög dugleg að drekka líka.
Jæja ætla að fara og knúsa prinsessuna á meðan prinsinn sefur...allir að mótmæla á morgun...bara mótmæla einhverju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 09:25
Afmæli og skírn
Jæja þá er litla skottan orðin 3 ára hvorki meira né minna. Það var yndislegur dagur sl. sunnudag þegar hún átti afmæli og litli prinsinn var skírður Viktor Kári. Athöfnin fór fram í Ástjarnarkirkju og það var Sr. Bára Friðriksdóttir sem skírði. Það var meira að segja sunginn afmælissöngurinn fyrir Hafdísi í kirkjunni. Maður var nánast klökkur yfir þessu öllu saman, allt svo notalegt og frjálslegt. Hafdís fór svo í fyrsta skipti í sunnudagaskólann eftir skírnina og fékk að lita og borða ávexti og gera margt fleira skemmtilegt. Hún ætlar að fara aftur næsta sunnudag með pabba sínum.
Nú fer maður bara að huga að jólaundirbúningi, útbúa jólakort og svona. Alltaf gaman að dunda sér við eitthvað skemmtilegt fyrir jólin enda finnst mér jólin alltaf svo skemmtilegur tími.
Jæja verð að hætta, Viktor Kári þarf smá athygli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 13:38
Vesen
Ég get verið svo mikill auli að það hálfa væri nóg. Ég þurfti að breyta lykilorðinu á hotmailinu hjá mér því það var kominn vírus í það. Búin að vera alltof lengi með sama lykilorðið. Og viti menn, nú man ég bara alls ekki nýja lykilorðið og kemst þar af leiðandi ekki inná msn-ið. Ég ætla að leggja hausinn vel og lengi í bleyti og reyna að muna nýja lykilorðið. Ef það hins vegar gengur ekki þá ætla ég að stofna nýtt netfang.
Annars er það að frétta að það er stór dagur hjá stóru fjölskyldunni á sunnudaginn. Prinsessan verður 3ja ára gömul og svo verður litli prinsinn skírður. Tvöföld ánægja hjá okkur. Ég er einmitt að horfa á snúlluna út um gluggann þar sem hún er að róla með bestu vinkonu sinni á leikskólanum. Ekki allir sem geta fylgst með börnunum sínum leika sér úti á leikskólanum
Bið að heilsa í bili, hafið það gott um helgina......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 14:16
Andskotans peningagræðgi
Það er eitthvað sem segir mér að ef það hefðu verið konur við stjórnvölin í öllum þessum bönkum, og þar með töldum Seðlabankanum, þá værum við ekki í svona djúpum skít. Nú er búið að skipa konu sem nýjan landsbankastjóra og það lítur út fyrir að það verði kona bankastjóri í Glitni líka. Einhvern vegin held ég að það væri best að setja konu í stól Seðlabankastjóra og senda Dabba eitthvert út í buskann þar sem hann getur ekki gert meiri skaða í þjóðfélaginu.
Ok ég er kannski dálítið stóryrt en maður er bara orðinn verulega reiður út af þessu öllu saman. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að það má engan draga til ábyrgðar. Auðvitað ber einhver ábyrgð þegar svona fer. Ég meina halló hverjir eru það sem eru búnir að vera með óstöðvandi peningagræðgi og skuldsetja bankana í rassgat? Auðvitað þeir sem stjórna bönkunum. Það ætti að gera allar eignir þessara manna í útlöndum upptækar og nota peninginn sem fæst fyrir þær og reyna að koma þessu á réttan kjöl aftur.
Þjóðin á það skilið að þessir menn verði dregnir til ábyrgðar fyrir að setja landið á hausinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 12:22
Prinsinn fæddur
Það var yndislegur svipurinn á Hafdísi Ernu þegar hún kom uppá hreiður á miðvikudaginn til að sjá nýfæddan litla bróður sinn. Hún ljómaði eins og sólin, ég fékk bara tár í augun. Þegar litla snúllan vaknaði var amma að passa hana og hún fékk þær fréttir að mamma og pabbi væru á spítalanum því að litli bróðir væri að fæðast. Hún var mjög ánægð með þessar fréttir, loksins eftir allan þennan tíma var litli bróðir að koma úr bumbunni á mömmu. Hún fór og setti dúkkurúmið upp við rúmið sitt og að sjálfsögðu setti hún litla barnið sitt í rúmið og breiddi yfir, bara sætust
Fæðingin gekk mjög vel fyrir sig, var komin uppá fæðingardeild rúmlega hálf fjögur um nóttina og prinsinn skýst í heiminn á slaginu átta. Fæddur 10.09.08. kl. 08:00. Ekki slæmar tölur það. Rúmar 15 merkur og 51,5 cm, bara flottastur. Við fórum svo heim kl. 8 um kvöldið því að hreiðrið lokaði á miðnætti vegna verkfalls ljósmæðra. Mér stóð til boða að fara niður á sængurkvennagang og vera þar eina nótt en ég vildi frekar fara heim og vera með fjölskyldunni. Anna ljósmóðir kom svo um kvöldið og kíkti á okkur. Ég var svo mjög fegin að hafa farið heim um kvöldið því það var allt troðfullt á spítalanum um nóttina og daginn eftir svo næðið hefði ekki verið mikið og maður hefði verið dálítið einn með ungann sinn því það var nóg að gera hjá þeim ljósmæðrum sem voru á vakt.
Jæja feðginin eru að koma úr sundi, læt þetta nægja í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 19:44
Ljósmæður
Það virðast allir styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni við ríkið. Meira að segja margir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi og skilja ekki hvers vegna ekki er hægt að verða við réttmætum kröfum þeirra. Ég segi það sama, hvers vegna þarf að hugsa sig svona um og hvers vegna þarf það að vera svona erfitt að setja peningana í eitthvað sem skiptir virkilega miklu máli á meðan hægt er að senda ráðamenn hingað og þangað um heiminn og jafnvel bara innan borgarinnar án þess að hugsa sig um tvisvar hvað það kostar?? Maður bara spyr sig, hvenær verða þessi störf kvennastétta metin til jafns við karlastéttir. Það er víst mikilvægara að passa peninga og garfa í einhverjum bréfum. Karlremba dauðans það er ekki laust við að maður verði bara reiður yfir þessu öllu saman.
Nú er bara að vona að samninganefnd ríkisins og ráðherrar sjái að sér og samþykki kröfur ljósmæðra hið fyrsta.
Annars er það að frétta að við flytjum líklega í herbergin á efri hæðinni um helgina, þ.e.a.s. ef rafvirkinn kemur á morgun og tengir rafmagnið í herberginu hennar Hafdísar, hann átti nefnilega að koma í dag. Svo er mín búin að pakka aðeins ofan í tösku svona ef litli prinsinn ákveður að koma snemma.
Að lokum hvet ég alla til að mæta á Austurvöll í hádeginu á morgun og styðja ljósmæður í baráttunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 15:04
Snilld!!!!
Það skyldi þó ekki fara svo að Íslendingar fengju gull á ólympíuleikum?? Það væri náttúrulega bara gaman. Nú fyllist þjóðin stolti eins og alltaf þegar "strákunum okkar" gengur vel á stórmóti, en við megum líka alveg vera stolt, þeir hafa staðið sig ótrúlega vel og eiga það vel skilið að spila í úrslitaleiknum. Nú er bara að rífa sig á lappir á sunnudagsmorguninn og setjast með cheeriosið fyrir framan sjónvarpið og passa að láta það ekki standa í sér í spenningnum
En yfir í annað, það eru ekki nema 4 vikur í áætlaðan fæðingardag. Tíminn líður ótrúlega hratt, næstum of hratt því við erum á fullu hér heima, svo maður vonar bara að litli prinsinn flýti sér ekki um of í heiminn. Maður er svona aðeins að byrja að gera klárt, farin að þvo dálítið af barnafötunum og svona þetta helsta, ekki gott að eiga þetta allt eftir, það róar líka aðeins taugarnar hjá mömmunni að geta gert eitthvað klárt fyrir litla krílið.
Jæja ég ætla að leggja mig í nokkrar mínútur áður en ég sæki Hafdísi á leikskólann................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 09:07
Hver er tilbúinn???
Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem er tilbúinn til að taka á móti barni um miðjan september, svona ef ljósmæður verða nú í verkfalli akkúrat þegar drengurinn ákveður að koma í heiminn.
Maður kann alveg að velja tímann til að eignast annað barn. Yfirvofandi verkfallsboðanir ljósmæðra og svo er verðbólgan og lánin að rjúka upp úr öllu valdi, einmitt þegar maður fer í fæðingarorlof. Eins og þeir sem reynt hafa vita þá fær maður nú ekki mikinn pening í vasann í fæðingarorlofi, útgjöldin minnka nefnilega þegar maður eignast barn....eða þannig. Þetta er svo vitlaust að það hálfa væri nóg, auðvitað á maður að halda sínum launum óskertum í fæðingarorlofinu, þetta er ekki beint hvetjandi til að eignast börn.
En yfir í annað, Hafdís byrjaði á nýja leikskólanum í gær og gekk fyrsta heimsóknin mjög vel. Það er ein að leysa af þarna í sumar sem var að vinna á deildinni hennar Hafdísar á gamla leikskólanum í fyrra. Það var mjög gaman að hitta hana aftur og gerir mömmuna rólegri að skilja ungann sinn eftir Við förum svo aftur núna á eftir og þá kannski skreppur maður frá í smá stund ef vel gengur. Ég á svo sem ekki von á öðru miðað við hvernig gekk í gær.
Jæja ætla að greiða músinni fyrir leikskólann....leiter
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2008 | 10:48
Versló framundan
Best að skella sér bara til eyja.....NOT. Það er alveg spurning hvenær maður lætur verða af því að fara á þjóðhátíð, hef nefninlega aldrei farið. Kannski maður nái að fara fyrir fertugt, hver veit.
Hér er allt á fullu í framkvæmdum, við erum að leggja lokahönd á húsið okkar, loksins. Það er verið að flísaleggja baðherbergið á efri hæðinni og klára að mála síðasta svefnherbergið í húsinu. Ég kalla okkur nú bara verulega nægjusöm að hafa getað búið í hálfkláruðu húsi í 4 ár, en það eru 4 ár 7. ágúst n.k. síðan við fluttum inn á neðri hæðina með pínulítið eldhús í þvottahúsinu og geymslunni, stofuna inni í svefnherbergi og enga sturtu fyrr en 5 mánuðum seinna. Við vorum áskrifendur að sturtunni hjá Millý á meðan. Nú er ekki seinna vænna en að ljúka við kofann því það styttist óðum í að litli drengurinn komi í heiminn, ekki nema u.þ.b. 7 vikur í það. Hreiðurgerðin er farin að gera vart við sig hjá minni svo það er ferkar erfitt að eiga heima í húsi þar sem allt veður í óhreinindum á meðan verið er að vinna við flísalögn og annað með tilheyrandi sóðaskap. Það er stundum stutt í að svipan fari á loft og mín breytist í harðstjóra en ég reyni að halda mig á mottunni, þó það sé stundum erfitt, sérstaklega á meðgöngunni
Jæja ég held að ég láti þetta nægja í bili, reyni nú að bæta úr bloggleysi sumarsins, ég bara nenni ekki að hanga í tölvunni á sumrin í góðu veðri, enda nóg annað að gera á ört stækkandi heimili
Farið varlega um helgina, hvað sem þið gerið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.4.2008 | 12:48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)