Hver er tilbúinn???

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem er tilbúinn til að taka á móti barni um miðjan september, svona ef ljósmæður verða nú í verkfalli akkúrat þegar drengurinn ákveður að koma í heiminn.

Maður kann alveg að velja tímann til að eignast annað barn. Yfirvofandi verkfallsboðanir ljósmæðra og svo er verðbólgan og lánin að rjúka upp úr öllu valdi, einmitt þegar maður fer í fæðingarorlof. Eins og þeir sem reynt hafa vita þá fær maður nú ekki mikinn pening í vasann í fæðingarorlofi, útgjöldin minnka nefnilega þegar maður eignast barn....eða þannig. Þetta er svo vitlaust að það hálfa væri nóg, auðvitað á maður að halda sínum launum óskertum í fæðingarorlofinu, þetta er ekki beint hvetjandi til að eignast börn.

En yfir í annað, Hafdís byrjaði á nýja leikskólanum í gær og gekk fyrsta heimsóknin mjög vel. Það er ein að leysa af þarna í sumar sem var að vinna á deildinni hennar Hafdísar á gamla leikskólanum í fyrra. Það var mjög gaman að hitta hana aftur og gerir mömmuna rólegri að skilja ungann sinn eftir Smile Við förum svo aftur núna á eftir og þá kannski skreppur maður frá í smá stund ef vel gengur. Ég á svo sem ekki von á öðru miðað við hvernig gekk í gær.

Jæja ætla að greiða músinni fyrir leikskólann....leiter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Hey, ég skal bara taka á móti litla frænda!
Knús til ykkar Dísu skvísu leikskólastelpu :)

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 10.8.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband